3. vikan í nóvember 2018 Ný viðfangsefni

Þegar árshátíðaruppgjöri er lokið vindum við okkur í ný verkefni.

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

Nú tekur við umfjöllun um ljós, sólir og stjörnumerki.

Nemendur velja sér viðfangsefni og kynna hver fyrir öðrum og eins heima fyrir. Hægt er að nálgast upplýsingar hér

Við munum rýna í smáforrit til stjörnuskoðunar og segja frá. Nánari upplýsingar koma síðar.

Tíminn í dag nýtist í að skoða hin ýmsu fyrirbæri sem tilheyra sólkerfinu okkar og svo enn lengra og fjarlægari hlutar alheimsins.

Kíkið á þessa vefi…..

Sólkerfið

Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.

Þróun stjarna frá How stuff works.

NASA vefur

Vefur BBC um stjörnufræði

HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina

myndband ævi sólstjörnu

lögmál Newtons í geimstöð

fréttir. …

vatn á Merkúríusi 

Hafísinn og Grænland

svarthol og dulstirni

…Rússar hreinsa geimrusl!

… Ný jörð ?

… Keplers heimasíða hjá NASA

og annað fróðlegt

 galsjon

Fræðumst um Galileo Galilei.   Nú eru liðin rúm 400 ár frá því að Galileó beindi  sjónauka sínum að tunglinu og teiknaði það sem fyrir augu bar. Þetta markaði upphaf stjörnufræðiathugana hans sem báru góðan ávöxt. Og hér eru fréttir af karli!  Fann fingur og tönn Galileos

Stjörnufræði – kynningarverkefni

Þið skuluð gefa ykkur góðan tíma til að skoða stjörnufræðivefinn sem er svo gagnlegur.

PADLET                MATSLISTI 

Nú þarf að velja sér viðfangsefni til kynningar.  Munið þetta er einstaklingsverkefni. Þið fáið þrjár mánudaga til að vinna að þessu verkefni – kynningar heima fyrir 10. desember og svo verða nemendakynningar í þeirri viku 10. og 12. des.

Margt hægt að velja til að fjalla um hér eru nokkrar tillögur (ath. ekki tæmandi)…

  • sól
  • Merkúr
  • Venus
  • Jörðin
  • Tunglið
  • Mars
  • Smástirnabeltið
  • Júpíter
  • Satúrnus
  • Úranus
  • Neptúnus
  • Plútó og félagar
  • Halastjörnur
  • Norðurljós
  • Geimrannsóknir
  • Geimferðir
  • Hubble-sjónaukinn
  • Ævi stjörnu, myndun og flokkun
  • Vetrarbrautin
  • Stjörnumerki

Sem sagt – margt í boði og nú er bara að velja – munið bara að tala saman – ekki velja það sama og einhver annar er með.

Ljós

Eðlisfræði ljóss

Ljós  …. hvað er ljós-2015 ár ljóssins

Stjörnufræðivefurinn:

rafsegulrfi

Rafsegulrófið – sýnilegt og ósýnilegt

Í tómarúmi er ljóshraði venjulega táknaður með bókstafnum c, eftir latneska orðinu „celeritas” sem merkir hraði. Nákvæmt gildi á c er  299.792,458 km/s eða 299.792.458 m/s. 

Litrófið er fingraför ljóssins og engin tvö eru eins. Rannsóknir á  litrófslínum fjarlægra stjarna og vetrarbrauta segir okkur efnasamsetningu og ákvarðar eðliseiginleika þeirra eins og hitastig, eðlismassa og hreyfingu.

Einkenni rafsegulbylgna…..Tvíeðli ljóss – sjá …..Ljósorka….Leysar og ljósþræðir

Umræða um tækninýjunar tengdar hljóð og ljósi.

 

Global goals

 Dagur Sameinuðu þjóðanna var þann 24. október síðastliðinn. Því er viðfangsefni dagsins að kynna að kynna sér heimsmarkmiðin

Fræðumst um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

varðandi sjálfbæra þróun 2016 – 2030.

Markmiðið er að hvetja ykkur til að taka virkan þátt í að móta framtíðina.  Verkefnin eru:

  • Vinna í hópum og skipta markmiðunum á milli sín þannig að hver hópur tekur tvö til þrjú markmið og gerir kynningu um þau. Þessar kynningar eru settar inn á padlet og auk þess verður hver hópur með framsögu á markmiðunum og stjórnar umræðu um málefnið.
  • Seinni hlutinn helgast af því að hver og einn velur sér eitt markmið, nýtir smáforritið The Global Goals til að taka mynd/myndband og pósta inn á padlet og mögulega deila á samfélagsmiðla (fésbók, instagram og/eða twitter) merkja #telleveryone #okkarheimur2030 #heimsmarkmiðin @TheGlobalGoals.   Þannig er hægt að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu um heimsmarkmiðin.  Síðan mun hver og einn kynna af hverju ákveðið markmið var valið.
    • Svo er auka verkefni að prufa leikinn sem er í spjaldtölvum Global Hero og metast smá um árangur 😉

PADLET með öllum upplýsingum og þar skal líka skila inn verkefnum

Spurningar sem vert er að ?

Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hver er staðan í dag? Verður heimurinn betri?

Glærusýning

Heimsmarkmiðin – íslensk útgáfa

Við öll …. tökum þátt

Góðar fréttir úr framtíðinni fb-síða heimsmarkmiðanna

Kynningarmynd  heimsmarkmið um sjálfbæra þróun

Ungmennaráð heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna krakkarúv

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – hvað getur þú gert? youtube