Náttúrufræði Bláskógaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni og sitt hvað fleira forvitnilegt eins og fréttir og blogg.  Hér eru sett inn viðfangsefni hverrar viku og tenglar á verkefni og frekari upplýsingar.

Blogg

3. vika mars 2019 Hvítá/Ölfusá og líffræðin

vistfræði, orkuþörf lífvera, frumbjarga og ófrumbjarga, öndun og ljóstillifun, fæðukeðjur og vefi, jafnvægi í vistkerfi. Nearpodkynning Fjöllum sérstaklega um lífríki á Hveravöllum og í Þingvallavatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, stefnumörkun 2018-2038                       tillaga til kynningar Jarðfræðileg gosvél Málningarflyksur Minkur á Þingvöllum  

Lokamat 10. bekkur

Í aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni. Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D.  A lýsir framúrskarandi hæfni,  B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem …

Viðfangsefni hverju sinni

Apríl 2019Forget_me_not_flower

Nú eru það lífvísindin, útikennsla og lokamat sem á hug okkar síðustu vikur skólaársins.  Lífverur, flokkun þeirra, einkenni og gerð. Áskoranir og verkefni af ýmsu tagi í boði. Skoðum nærumhverfið vel og mikilvægt að huga að skóm og fatnaði því skjótt skipast veður í lofti.

Stóru krakkarnir í 10. bekk tengja saman það sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu árin og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.

Mars 2019 

Viðfangsefnið fram að páskum er heimabyggðin. Áhersla á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Við nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Við skiptum þessu niður á 4 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, smá þemavika inn á milli, svo er ein vika með áherslu á eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.  

Nemendur í 10. bekk taka þátt í ofangreindu en vinna jafnframt að lokamatsverkefni sem tengist heimabyggðinni, vistheimt á Biskupstungnaafrétti og fuglar við Laugarvatn.

Janúar 2019

Efnafræðin er viðfangsefnið á nýju ári. Allir bekkir glíma við verkefni tengd frumefnum og efnasamböndum. Kynnast lotukerfinu, efnahvörfum og stilla efnajöfnur.  Nokkrar léttar tilraunir eru gerðar í stöðvavinnu jafnhliða öðrum verkefnum bæði á blöðum og í tölvum.  Við leggjum áherslu á að þjálfa verklag, vinnubrögð og færni með því að gera stærri tilraunir og læra skýrslugerð.  Þetta ætti að duga okkur fram að vetrarfríi;)

Nóvember 2018

Sólin lækkar á lofti og í svartasta skammdeginu lítum við til fortíðar og horfum til himins, leggjum áherslu á ljósið…

8. bekkur –  bloggar um fyrirbæri í sólkerfinu – nemendur kynna sér forrit sem auðvelda okkur að þekkja stjörnumerki.
9. og 10. bekkur – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

Október 2018

Nú í október ætlum við að fræðast um frumur, læra að gera tilraunir, skoða í smásjá og skila skýrslu. Elstu nemendurnir skoða vel frumuskiptingar, DNA og lögmál erfðafræðinnar.

Ágúst 2018

Þessar fyrstu vikur skólaársins eru 

nemendur að vinna mikið útivið í ýmsum verkefnum tengdum vistfræði og umhverfismennt. Við munum taka þátt í plastlausum september, fræðast um íslensk vistkerfi og leggja okkar að mörkum m.a. í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Náttúrufræði Bláskógaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni og sitt hvað fleira forvitnilegt eins og fréttir og blogg.  Hér eru sett inn viðfangsefni hverrar viku og tenglar á verkefni og frekari upplýsingar.