Náttúrufræði Bláskógaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni og sitt hvað fleira forvitnilegt eins og fréttir og blogg.  Hér eru sett inn viðfangsefni hverrar viku og tenglar á verkefni og frekari upplýsingar.

Blogg

1. vika janúar 2019 Efnafræði

Fyrsti tíminn í nýju ári fer í að klára syndir síðasta árs og við ljúkum þeim nemendakynningum sem voru eftir svo byrjar efnafræðin byrjar á miðvikudegi! Kynning á áætlunum og verkefnum. Glósur komnar inn á hópa í O365. Lesskilningur.  Fréttir og fróðleikur. Syngjum um frumefnin – lotukerfið handan við hornið.

Fyrsta vika janúar – efnafræði

Fyrsti tíminn í nýju ári og efnafræði byrjar á mánudegi! Kynning á áætlunum og verkefnum. Nearpod kynning. Glósur komnar inn á 8.bekk O365. Lesskilningur.  Fréttir og fróðleikur. Syngjum um frumefnin – lotukerfið handan við hornið.

Viðfangsefni hverju sinni

Sólin lækkar á lofti og í svartasta skammdeginu lítum við til fortíðar og horfum til himins, leggjum áherslu á ljósið…

8. bekkur –  bloggar um fyrirbæri í sólkerfinu – nemendur kynna sér forrit sem auðvelda okkur að þekkja stjörnumerki.
9. og 10. bekkur – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

Nú í október ætlum við að fræðast um frumur, læra að gera tilraunir, skoða í smásjá og skila skýrslu. Elstu nemendurnir skoða vel frumuskiptingar, DNA og lögmál erfðafræðinnar.

Þessar fyrstu vikur skólaársins eru 

nemendur að vinna mikið útivið í ýmsum verkefnum tengdum vistfræði og umhverfismennt. Við munum taka þátt í plastlausum september, fræðast um íslensk vistkerfi og leggja okkar að mörkum m.a. í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Náttúrufræði Bláskógaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni og sitt hvað fleira forvitnilegt eins og fréttir og blogg.  Hér eru sett inn viðfangsefni hverrar viku og tenglar á verkefni og frekari upplýsingar.