Náttúrufræði Bláskógaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni og sitt hvað fleira forvitnilegt.

Viðfangsefni hverju sinni

Nú í október ætlum við að fræðast um frumur, læra að gera tilraunir, skoða í smásjá og skila skýrslu. Elstu nemendurnir skoða vel frumuskiptingar, DNA og lögmál erfðafræðinnar.

Þessar fyrstu vikur skólaársins eru 

nemendur að vinna mikið útivið í ýmsum verkefnum tengdum vistfræði og umhverfismennt. Við munum taka þátt í plastlausum september, fræðast um íslensk vistkerfi og leggja okkar að mörkum m.a. í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Unglingarnir í Bláskógaskóla læra náttúrufræði

Þessi síða nýtist nemendum á elsta stigi grunnskólanna í Bláskógabyggð. Á mánudögum og miðvikudögum koma nemendur frá Laugarvatni og þá er gaman að læra saman náttúrufræði.

Blogg

Blogg