Viðfangsefni hverju sinni

Sólin lækkar á lofti og í svartasta skammdeginu lítum við til fortíðar og horfum til himins, leggjum áherslu á ljósið…

8. bekkur –  bloggar um fyrirbæri í sólkerfinu – nemendur kynna sér forrit sem auðvelda okkur að þekkja stjörnumerki.
9. og 10. bekkur – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

Nú í október ætlum við að fræðast um frumur, læra að gera tilraunir, skoða í smásjá og skila skýrslu. Elstu nemendurnir skoða vel frumuskiptingar, DNA og lögmál erfðafræðinnar.

Þessar fyrstu vikur skólaársins eru 

nemendur að vinna mikið útivið í ýmsum verkefnum tengdum vistfræði og umhverfismennt. Við munum taka þátt í plastlausum september, fræðast um íslensk vistkerfi og leggja okkar að mörkum m.a. í tilefni af degi íslenskrar náttúru.