Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.
Einstaklingsvinna. Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu. Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu (má líka kynna á flipgrid), umræður og kortið hengt upp eða QR-kóði með slóð á verkefnið á rafrænu formi.
Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar
Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):
Gerfiefni |
Fruma |
Eðlismassi |
Jarðvegseyðing |
Vatn |
Lífhvolf |
Sjávarföll |
Rafsegulróf |
Efnahvörf |
Náttúruvernd |
Bylgjur |
Rafmagn |
Úthljóð |
Ljóstillifun |
Náttúruval |
Frumbjarga |
Segulsvið |
Endurnýting |
Úrgangur |
Sjálfbærni |
Frumefni |
Varmi |
Lotukerfi |
Jarðvegur |
Lífvera |
Smitsjúkdómar |
Vistheimt |
Hafstraumar |
Vistkerfi |
Hringrásir efna |
Okfruma |
Eldgos |
Líftækni |
Auðlindir |
Búsvæði |
Þyngdarkraftur |
Jarðhiti |
Þróun |
Tegund |
Gróðurhúsaáhrif |
Munið að tengja hugtakið við hin ólíku svið náttúrufræðinnar (jarðfræði, efna- og eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði), nýta örvar, liti, undirstrikun og skrifa á tengilínur.