1. vika febrúar 2019 Lotukerfið

Við höldum áfram að kafa ofaní efnafræðina.

Miðvikudagstími féll niður þar sem vegir voru ófærir vegna hálku. 

Hvernig er efnum raðað í lotukerfið? Til þess þurfum við að vita svör við  spurningum eins og…

Hvað er…

  • …sætistala?
  • … lota?
  • … flokkur?
  • … rafeindahvolf?
  • …gildisrafeind?

Nearpodkynning í tíma  og heima ef vill 

Kíkjum á stutt kahoot eða kíkja á þetta heima  0947797

4. vika janúar 2019 Frumeind

Stöðvavinna ………. Athuganir.…………  kíkjum á þetta á miðvikudaginn

Lærum um frumeind  (e.atom)– mörg hugtök sem þarf að meðtaka  😉

t.d. róteind-nifteind-rafeind-sætistala-massatala-rafeindahvolf-gildisrafeind-samsæta-hleðsla-jónir-sölt

Nearpod-kynning í tíma og/eða heima

Listi yfir frumefnin og eiginleika þeirra …. wikipedia

5 staðreyndir um lotukerfið … hvatinn.is

Build an Atom PhET

https://phet.colorado.edu/en/simulation/build-an-atom

3. vika janúar 2019 Vísindaleg vinnubrögð

Notum þennan tíma til aðlab_glassware

  • gera verkefni um vísindalegar aðferðir, fínt að rifja upp tæki og tól og gera einfalda tilraun um eðlismassa

Hvað er eðlismassi?

 eðlismassi frumefna – stigvaxandi röðun og önnur fræðilegri hér

 

  • Mælum massa og rúmmál og reiknum eðlismassa.
  • Áhersla á nákvæmni og meðferð mæliniðurstaða sem þarf að setja upp í töflu.
  • Finnum meðaltal og ef tækifæri gefst ræðum við mælingaróvissu og markverða stafi.
    Förum yfir vísindalega aðferð og skýrslugerð

    Munið að í framkvæmd á að koma „uppskrift að kökunni“

    en í niðurstöðum „hvernig baksturinn gekk og bragðið var“

     

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Ef þið komist í tölvu þá er í boði að prófa PhET-simulations Density  (þarf flash)

  • Fiktið svolítið í forritinu.
  • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
  • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
  • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
  • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
  • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

Kynning á frumefni

Byrjaðu á að skoða frumefnin í lotukerfinu ptable eða hjá námsgagnastofnunVeldu þér svo eitt frumefni…

  • ….sem þú vilt vita meira um
  • ….sem er í uppáhaldi
  • ….sem er spennandi

Aflaðu þér upplýsinga um frumefnið og settu fram í stuttri kynningu (mátt alveg velja hvernig þú kynnir) sem að er til gagns og ánægju.

  • upplýsingar um …..
  • …sætistölu og massatölu
  • …byggingu frumeindarinnar
  • …hvaðan nafnið kemur
  • …hvar það finnst í náttúrunni
  • …til hvers það er notað
  • …og annað forvitnilegt
  • Verkefninu á að skila inn á padlet

Lokamat – frétt

Einstaklingsverkefni þar sem nemendur skoða frétt og túlka myndefni og texta tengdan henni. Nákvæmari upplýsingar koma inn síðar sem og matslisti en matsviðmið aðalnámsskrár grunnskóla eru:     

Lokamat – Tilraun og skýrslugerð

Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi. Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.

Þið hafið frjálsar hendur um það hvernig tilraunin er sett upp.  Athugið að hafa ekki margar breytur og forðast að flækja málin.  Kennari fylgist með vinnuferlinu, samvinnu, framkvæmd, meðhöndlun tækja/efna og vinnubrögðum.  Síðan er skýrslan gerð eftir kúnstarinnar reglum og skilað með samtali við kennara þar sem metin er þekking á umfjöllunarefninu, rannsóknarspurning ígrunduð, niðurstöður túlkaðar, skekkjuvaldar og heimildir.

Matsviðmið

Lokamat – heimasíðugerð

Gerð heimasíðu um viðfangsefni tengt samfélaginu er í samræmi við aðalnámskrán. Nemendur vinna að þessu verkefni í samstarfi við fræðimenn í nærsamfélagi. Verkefnið hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms.  Tækni er samþætt og nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum  matslista.  Nemendur gera athuganir, safna upplýsingum, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.  Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.

Verkefnið er viðamikið og fer af stað strax í byrjun mars.  Nemendur frá Laugarvatni gera heimasíðu tileinkaða fuglatalningum og rannsóknum á Laugarvatni. Nemendur frá Reykholti gera heimasíðu í tengslum við vistheimtarverkefni skólans.

MATSVIÐMIÐ AÐALNÁMSSKRÁ GRUNNSKÓLA

 

Lokamat – Hugtakakort

Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.

Einstaklingsvinna.   Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu.  Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu (má líka kynna á flipgrid), umræður og kortið hengt upp eða QR-kóði með slóð á verkefnið á rafrænu formi.

Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar

Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):

Gerfiefni Fruma Eðlismassi Jarðvegseyðing
Vatn Lífhvolf Sjávarföll Rafsegulróf
Efnahvörf Náttúruvernd Bylgjur Rafmagn
Úthljóð Ljóstillifun Náttúruval Frumbjarga
Segulsvið Endurnýting Úrgangur Sjálfbærni
Frumefni Varmi Lotukerfi Jarðvegur
Lífvera Smitsjúkdómar Vistheimt Hafstraumar
Vistkerfi Hringrásir efna Okfruma Eldgos
Líftækni Auðlindir Búsvæði Þyngdarkraftur
Jarðhiti Þróun Tegund Gróðurhúsaáhrif

Munið að tengja hugtakið við hin ólíku svið náttúrufræðinnar (jarðfræði, efna- og eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði), nýta örvar, liti, undirstrikun og skrifa á tengilínur.