2. vika mars Rannsóknarvinna

Þessa viku einbeitum við okkur að rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun.

Gott að skoða vefsíður með gagnrýnum augum, hvað er til eftirbreytni og hvað ætlum við að forðast.

Söfnum saman slóðum sem nýtast í vefsíðugerðinni.

Lokaverkefni vistheimt

vistheimt.blaskogaskoli.is            innskráning

Padlet fyrir vefsíðu VISTHEIMT

Lokaverkefni fuglar 

fuglar.blaskogaskoli.is           innskráning

Padlet fyrir vefsíðu FUGLAR

 

1. vika mars 2019 – Ný viðfangsefni

Þessi vika er skörðótt hjá okkur.

Mánudag er 10. bekkur í starfskynningu og í þriðja tíma mun Hamrahlíðakórinn syngja í Aratungu.

Miðvikudag verða spennandi verkefni í boði í 5. og 6. tími í tilefni öskudagsins.

Þetta stoppar okkur samt ekki í að byrja á nýjum viðfangsefnum. Þema fram að páskum er heimabyggðin. Áhersla á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Við ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Við skiptum þessu niður á 4 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, smá þemavika inn á milli, svo er ein vika með áherslu á eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.

Nemendur í 10. bekk taka þátt í ofangreindu en vinna jafnframt að lokamatsverkefni sem tengist heimabyggðinni, vistheimt á Biskupstungnaafrétti og fuglum við Laugarvatn.

3. vika febrúar 2019 Skýrslugerð og áhersluatriði

Þessa viku notum við í að klára skýrslugerð, vinna með hugtök úr efnafræðinni á fjölbreyttan hátt, skoða fréttir, blogga, klára ýmis verkefni eða kíkja á stöðvar sem voru ókláraðar eða ókannaðar. 

Stutt könnun í nearpod á miðvikudag …hér sérðu hvernig þetta virkar, 3 spurningar til að prufa

 

Sam Schooler

Byrjum á að skoða fréttir og hugtök.

Mentimeter 

Prufum eitthvað nýtt  – æfingar í h5p

Önnur verkefni eru í boði. …..

2. vika febrúar 2019 Efnahvörf

Miðvikudagur er tilraunadagur.  Nýtum þurrís til að skoða ýmis efnafræðifyrirbæri.

Notum mánudagstíma til að læra um efnahvörf og skoðum  PhET forrit og æfum okkur í að búa til frumeindir. Raða róteindum og nifteindum í kjarna og rafeindum á hvolfin.

Nemendur í 10. bekk munu glíma við að stilla efnajöfnur eftir kúnstarinnar reglum.

Nearpod kynning í tíma og heima.                    

1. vika febrúar 2019 Lotukerfið

Við höldum áfram að kafa ofaní efnafræðina.

Miðvikudagstími féll niður þar sem vegir voru ófærir vegna hálku. 

Hvernig er efnum raðað í lotukerfið? Til þess þurfum við að vita svör við  spurningum eins og…

Hvað er…

  • …sætistala?
  • … lota?
  • … flokkur?
  • … rafeindahvolf?
  • …gildisrafeind?

Nearpodkynning í tíma  og heima ef vill 

Kíkjum á stutt kahoot eða kíkja á þetta heima  0947797