1. vika mars 2019 – Ný viðfangsefni

Þessi vika er skörðótt hjá okkur.

Mánudag er 10. bekkur í starfskynningu og í þriðja tíma mun Hamrahlíðakórinn syngja í Aratungu.

Miðvikudag verða spennandi verkefni í boði í 5. og 6. tími í tilefni öskudagsins.

Þetta stoppar okkur samt ekki í að byrja á nýjum viðfangsefnum. Þema fram að páskum er heimabyggðin. Áhersla á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Við ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Við skiptum þessu niður á 4 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, smá þemavika inn á milli, svo er ein vika með áherslu á eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.

Nemendur í 10. bekk taka þátt í ofangreindu en vinna jafnframt að lokamatsverkefni sem tengist heimabyggðinni, vistheimt á Biskupstungnaafrétti og fuglum við Laugarvatn.