Lokamat – heimasíðugerð

Gerð heimasíðu um viðfangsefni tengt samfélaginu er í samræmi við aðalnámskrán. Nemendur vinna að þessu verkefni í samstarfi við fræðimenn í nærsamfélagi. Verkefnið hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms.  Tækni er samþætt og nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum  matslista.  Nemendur gera athuganir, safna upplýsingum, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.  Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.

Verkefnið er viðamikið og fer af stað strax í byrjun mars.  Nemendur frá Laugarvatni gera heimasíðu tileinkaða fuglatalningum og rannsóknum á Laugarvatni. Nemendur frá Reykholti gera heimasíðu í tengslum við vistheimtarverkefni skólans.

MATSVIÐMIÐ AÐALNÁMSSKRÁ GRUNNSKÓLA

 

Fuglatalning á Laugarvatni

Nemendur læra að þekkja fugla og lífshætti þeirra,  telja, taka eftir ýmsu í umhverfinu, skrá og vinna úr gögnum. Þeim til aðstoðar eru kennarar og sérfræðingar frá HÍ.  Þannig leggja nemendur sitt af mörkum í stærri rannsókn sem er á vegum HÍ og er markmiðið að meta áhrif loftslagsbreytinga á fugla.  Fuglarnir endurspegla víðtækari breytingar á vistkerfum og lífsskilyrðum manna og henta vel því þeir eru frekar auðtaldir miðað við ýmislegt annað. Með reglubundnum talningum er hægt að sjá bæði breytingar á stofnstærðum og enn fremur breytingar á tímasetningu farflugs. Verið er að vakta tvo ferla sem eru mislangir, annar sýnir breytingar yfir árið (og hver árgangur sér þær breytingar) og svo eru það breytingar sem verða á löngum tíma.  (upplýsingar Tómas Grétar Gunnarsson)

Nemendur munu svo koma gögnum á framfæri á vefsíðu sem þau gera sem hluta af lokamati