Smásjá

Með berum augum er ekki hægt að sjá hluti sem eru minni en 0.1 mm og ef á að skoða eitthvað minna er smásjá handhæg.  Til eru tvær aðalgerðir af smásjám;

ljóssmásjá og rafeindasmásjá.

Ljóssmásjár nota mismunandi hluta hins sýnilega ljóss og eru til nokkrar mismunandi tegundir; ljós-, myrkur-, fasa- og flúorljóssmásjá.

Í rafeindasmásjánni eru notaðar elektrónur í stað ljósgeisla.

Lærum að vinna með hefðbundna smásjá.  

Kíkjum á ólíkar gerðir ljóssmásjár – gamlar og nýrri. 

 • Bygging smásjár.   Hvað er hvað á smásjánni?
 • Hvernig stillum við birtu, stækkun? Hvað ber að varast?
 • Hvað er burðargler og þekjugler?
 • Hver er stækkunin?  Millimetrapappír skoðaður.
 • Hvernig gerum við smásjársýni?
 • Gerum sýni og skoðum stafi.  Glanspappír, dagblað og ljósrit – er einhver munur?
 • Skoðum mannshár í smásjá, útbúum sýni, teiknum upp og finnum stækkunina.

myndband um notkun

….skoðað í smásjá

….er hægt að breyta snjallsíma í smásjá?

Skýrslugerð

Skýrslur

Hér eru leiðbeininandi mat fyrir skýrslugerð

… frá FS

… sóknarkvarði frá Garðaskóla

 

Framkvæmdadagur

Nafn tilraunar

Hópur

Nafn höfundar

Samstarfsmenn

Inngangur (markmið):

 • Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina.
 • Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunnar.
 • Fræðileg umfjöllun.
 • Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér.

Passa upp á heimildir.

Framkvæmd:

 • Áhöld og efni: Hér eru talin upp þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar
 • Vinnulýsing: Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar og hvernig áhöldin eru sett upp. Athugaðu að vinnulýsingin á ekki að vera nákvæm endurritun á leiðbeiningum vinnuseðils.

Niðurstöður:

Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.

 • Reynið að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, Nota skal töflur og línurit eins og kostur er, sömuleiðis eiga allir útreikningar að koma fram undir þessum lið, ásamt þeim stærðfræðilegu formúlum sem notaðar eru við útreikninganna.
 • Svör við spurningum – ályktanir
 1. Hér skal svara þeim spurningum sem kunna að vera á vinnuseðli.
 2. Hér skal greina frá hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum tilraunarinnar og hvernig/hvort markmiði hafi verið náð.
 • Ef eitthvað hefur farið öðruvísi en búist var við er reynt að útskýra hversvegna.

Heimildir:

Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.

Undirritun:

Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.

 • Hvar og hvenær skrifað
 • Undirskrift þess/þeirra sem skrifa skýrsluna

Ritgerðarvinna

Stutt samantekt um ritgerðarvinnu.

Hvað er heimildaritgerð?

•  Þegar þú ert að skrifa heimildaritgerð þarft þú fyrst að velja þér efni og afla heimilda.
•  Heimildir geta verið bækur, tímarit, myndbönd, viðtal, myndir, efni á Internetinu o.fl.

•  Því næst þarft þú að lesa og skoða þínar heimildir.
•  Þú verður að gera  minnispunkta sem þú getur notað í ritgerðina.

Hvernig er heimildaritgerð byggð upp ?
•  Heimildaritgerð er byggð upp eins og aðrar ritgerðir.

•  Fyrst ert þú með inngangur næst meginmál og síðast lokaorð/niðurlag.
Hvað er inngangur?
•  Inngangur er kynning á efninu sem þú ætlar að skrifa um.  Þú undirbýrð lesandann og kynnir viðfangsefnið.
•  Stundum segir þú frá af hverju þú ert að skrifa um ákveðið efni.  Ekki vitna í heimildir í inngangi.
•  Hér kemur oft ein eða fleiri rannsóknarspurningar sem verður svarað í meginmáli.

Hvað er meginmál (Kaflinn má ekki heita meginmál)
•  Í meginmálinu fjallar þú nánar um efni ritgerðarinnar.
•  Í innganginum settir þú fram spurningu/spurningar sem þú ætlaði að leita svara við. Þeim spurningum svarar þú ítarlega í meginmálinu.

Hvað er lokaorð/niðurlag
•  Í lokaorðinu dregur þú saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, stutt svör við spurningum úr inngangi.
•  Þú getur sagt frá þinni skoðun um efnið sem þú valdir að skrifa um.

Hér fyrir neðan eru slóðir sem nýtast við ritgerðarsmíð.

Beinagrindur rafbók

Uppbygging ritgerðar

Hvernig á að skrifa góða ritgerð?

Námstækni – ritgerðir

Heimir rafbók

Leiðbeiningar um heimildaskráningu