3. vika janúar 2019 Vísindaleg vinnubrögð

Notum þennan tíma til aðlab_glassware

  • gera verkefni um vísindalegar aðferðir, fínt að rifja upp tæki og tól og gera einfalda tilraun um eðlismassa

Hvað er eðlismassi?

 eðlismassi frumefna – stigvaxandi röðun og önnur fræðilegri hér

 

  • Mælum massa og rúmmál og reiknum eðlismassa.
  • Áhersla á nákvæmni og meðferð mæliniðurstaða sem þarf að setja upp í töflu.
  • Finnum meðaltal og ef tækifæri gefst ræðum við mælingaróvissu og markverða stafi.
    Förum yfir vísindalega aðferð og skýrslugerð

    Munið að í framkvæmd á að koma „uppskrift að kökunni“

    en í niðurstöðum „hvernig baksturinn gekk og bragðið var“

     

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Ef þið komist í tölvu þá er í boði að prófa PhET-simulations Density  (þarf flash)

  • Fiktið svolítið í forritinu.
  • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
  • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
  • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
  • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
  • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

Kynning á frumefni

Byrjaðu á að skoða frumefnin í lotukerfinu ptable eða hjá námsgagnastofnunVeldu þér svo eitt frumefni…

  • ….sem þú vilt vita meira um
  • ….sem er í uppáhaldi
  • ….sem er spennandi

Aflaðu þér upplýsinga um frumefnið og settu fram í stuttri kynningu (mátt alveg velja hvernig þú kynnir) sem að er til gagns og ánægju.

  • upplýsingar um …..
  • …sætistölu og massatölu
  • …byggingu frumeindarinnar
  • …hvaðan nafnið kemur
  • …hvar það finnst í náttúrunni
  • …til hvers það er notað
  • …og annað forvitnilegt
  • Verkefninu á að skila inn á padlet

2. vika janúar Efnafræði

Nú eruð þið á sjálfstýringu meira og minna þessa viku.  Við erum að byrja í efnafræðinni og þið nýtið tímann vel  og kynnið ykkur það námsefni sem er í boði.  Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. 

Eitt lauflétt bara til að koma ykkur í gírinn.

Hér eru tenglar inn á mismunandi námsefni í efnafræðinni. Endilega klikkið á tenglana og skoðið möguleikana.  Alls ekki hlusta á allt heldur skanna þetta og meta hvað myndi nýtast ykkur best í náminu.

Lotukerfið á netinu – eitthvað sem er alveg nauðsynlegt að skoða vel og hafa tiltækt í náminu.  Fínt að setja tengil á inn á spjaldið sitt flýtir fyrir 😉

Hér er svo íslensk útgáfa af lotukerfinu – gömul og góð

Þið þurfið að ná ykkur í smáforrit í spjöldin.  Hér er skjáskot af þeim sem ég hef hlaðið upp. Það er ótrúlega margt fleira í boði en þessi eru öll frí og ekki yfirfull af auglýsingum.  Ég vil að þið náið ykkur í Periodic Table (Royal Society of Chemistry) – hringur utanum á myndinni, a.m.k. til að byrja með.

 

Þegar öllu þessu er lokið….. þá getið þið kíkt á nearpod-kynningu um ýmis grunnhugtök sem þið hafði kynnst áður t.d. úr Auðvitað-bókinni. Munið að skrá ykkur inn með fullu nafni.

Connect fours úr efnafræðinni.

Gangi ykkur sem allra best:)

Stöðvavinna í efnafræði

 

  1. Tölva  sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni. 
  2. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í Efnisheiminum – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
  3. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
  4. Verkefni í  Efnisheiminum.  Spurningar til að svara
  5. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakorti, krossglíma og  krossgáta
  6. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
  7. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
  8. Þrautir  
  9. Tölva phet forrit efnasambönd mólikúl – að byggja frumeind og skoða lögun og meira til.
  10. Sameindir og efnasambönd- byggja með molymod og teikna upp

Ljós stöðvar

    1. Kvistir eða  Fræðslumynd um bylgjur
    2. Örbylgjur og upphitun.
    3. Tölva phet forrit  .bending light….bylgjur og bylgjubrot, tíðni og útslag
    4. Tvíeðli ljóssins -bylgjur og agnir – lestu yfir og skrifaðu niður þína skilgreiningu.
    5. Setja kló á ljóskastara
    6. Tengdu fjögur hugtakaleikur um bylgjur
    7. Science Journal – getting started with light
      1. Náðu í forritið
      2. Fylgja leiðbeiningum – á ensku
    8. Ljósgreiður, litróf og prisma. leiðbeiningar frá vísindasmiðjunni
      1. Hvernig brotnar dagsbirtan upp? En flúorperubirtan í loftljósinu?
      2. Af hverju er himinninn blár? Rifjum upp dopplerhrif  hér og og.!!
    9. PhET litir og sjónin
      1. Farnsworth Munsell 100 Hue Test  litaskynjun  og hér
      2. Ishihara color blindness test  rauð/græn..litblinda
    10. Leikur með liti
      1. Pasco wireless light sensor. Sækja sparkvue – app
      2. Blár, rauður og grænn – kastarar frá Vísindasmiðjunni til taks fræðsla frá Vísindavef
      3. Litaspjöld og skuggamyndir
      4. Ljóskastarar og litablöndun Af hverju er grasið grænt? Vísindavefurinn
    11. Ljósleiðari og alspeglun 
      1.  Hvað er ljósleiðari ? 
      2. Lazer og ljósleiðari í boði Vísindasmiðjunnar 
      3. National Geographic FUN WITH LASER BEAMS
      4. Laser Maze

leysirljs

Stjörnuskoðunarforrit

Hér er padlet sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.

Þið skoðið listana yfir forritin og veljið eitt eða finnið eitthvað annað app sem er ekki nefnt þar. Kynnið ykkur forritið og hafið gátlista til hliðsjónar  – nokkuð strembið og sumt á alls ekki við en þið merkið við það sem þið treystið ykkur til.

Á mánudaginn næsta verðið þið búin að kynna ykkur þetta vel og segið frá kostum og göllum. smaforrit_matslisti

Stjörnufræði – kynningarverkefni

Þið skuluð gefa ykkur góðan tíma til að skoða stjörnufræðivefinn sem er svo gagnlegur.

PADLET                MATSLISTI 

Nú þarf að velja sér viðfangsefni til kynningar.  Munið þetta er einstaklingsverkefni. Þið fáið þrjár mánudaga til að vinna að þessu verkefni – kynningar heima fyrir 10. desember og svo verða nemendakynningar í þeirri viku 10. og 12. des.

Margt hægt að velja til að fjalla um hér eru nokkrar tillögur (ath. ekki tæmandi)…

  • sól
  • Merkúr
  • Venus
  • Jörðin
  • Tunglið
  • Mars
  • Smástirnabeltið
  • Júpíter
  • Satúrnus
  • Úranus
  • Neptúnus
  • Plútó og félagar
  • Halastjörnur
  • Norðurljós
  • Geimrannsóknir
  • Geimferðir
  • Hubble-sjónaukinn
  • Ævi stjörnu, myndun og flokkun
  • Vetrarbrautin
  • Stjörnumerki

Sem sagt – margt í boði og nú er bara að velja – munið bara að tala saman – ekki velja það sama og einhver annar er með.

Ljós

Eðlisfræði ljóss

Ljós  …. hvað er ljós-2015 ár ljóssins

Stjörnufræðivefurinn:

rafsegulrfi

Rafsegulrófið – sýnilegt og ósýnilegt

Í tómarúmi er ljóshraði venjulega táknaður með bókstafnum c, eftir latneska orðinu „celeritas” sem merkir hraði. Nákvæmt gildi á c er  299.792,458 km/s eða 299.792.458 m/s. 

Litrófið er fingraför ljóssins og engin tvö eru eins. Rannsóknir á  litrófslínum fjarlægra stjarna og vetrarbrauta segir okkur efnasamsetningu og ákvarðar eðliseiginleika þeirra eins og hitastig, eðlismassa og hreyfingu.

Einkenni rafsegulbylgna…..Tvíeðli ljóss – sjá …..Ljósorka….Leysar og ljósþræðir

Umræða um tækninýjunar tengdar hljóð og ljósi.