1. vika mars 2019 – Ný viðfangsefni

Þessi vika er skörðótt hjá okkur.

Mánudag er 10. bekkur í starfskynningu og í þriðja tíma mun Hamrahlíðakórinn syngja í Aratungu.

Miðvikudag verða spennandi verkefni í boði í 5. og 6. tími í tilefni öskudagsins.

Þetta stoppar okkur samt ekki í að byrja á nýjum viðfangsefnum. Þema fram að páskum er heimabyggðin. Áhersla á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Við ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Við skiptum þessu niður á 4 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, smá þemavika inn á milli, svo er ein vika með áherslu á eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.

Nemendur í 10. bekk taka þátt í ofangreindu en vinna jafnframt að lokamatsverkefni sem tengist heimabyggðinni, vistheimt á Biskupstungnaafrétti og fuglum við Laugarvatn.

4. vika febrúar – Klárum efnafræðiverkefni.

Síðasti tíminn í efnafræðinni – tími fyrir verkefnaskil og námsmat.

 

Allir eiga að vera búnir að skila verkefnum um frumefni.

Klára og skila skýrslu úr þurrístilrauninni  – leiðbeiningar í skýrslugerð og skila inn á padlet má setja myndir  myndahólfið.

Stutt könnun   (UBNGQ) og mikilvægt að  treysta á sjálfan sig Það má nýta öll heimsins hjálpargögn EN EKKI spyrja félaga.

Blogga um efnafræðina.

3. vika febrúar 2019 Skýrslugerð og áhersluatriði

Þessa viku notum við í að klára skýrslugerð, vinna með hugtök úr efnafræðinni á fjölbreyttan hátt, skoða fréttir, blogga, klára ýmis verkefni eða kíkja á stöðvar sem voru ókláraðar eða ókannaðar. 

Stutt könnun í nearpod á miðvikudag …hér sérðu hvernig þetta virkar, 3 spurningar til að prufa

 

Sam Schooler

Byrjum á að skoða fréttir og hugtök.

Mentimeter 

Prufum eitthvað nýtt  – æfingar í h5p

Önnur verkefni eru í boði. …..

Efnajöfnur

Að stilla efnajöfnur.groupima

Prufum að stilla efnajöfnur. Stutt kynning og svo æfum við okkur.
Hvarfefnin metan og súrefni verða að myndefnunum koldíoxíði og vatni.

efnajafa3

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

efnajafna4

Ragnar Þór Pétursson og Þormóð Loga Björnsson  vendikennslu í náttúrufræði.  

Kíkjum á PhET-forrit – Balancing Chemical Equations til hjálpar og gott að sækja öpp í spjaldið sitt sem eru frí t.d. Chemical Balancer eða Chem. Equation til að æfa ykkur en vefsíðurnar eru góðar líka  t.d.

http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm

https://phet.colorado.edu/en/simulation/balancing-chemical-equations

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

Æfing frá Sigurlaugu Kristmannsdóttur

Stutt myndband – Áslaug Högnadóttir

og annað á ensku – að stilla efnajöfnu

2. vika febrúar 2019 Efnahvörf

Miðvikudagur er tilraunadagur.  Nýtum þurrís til að skoða ýmis efnafræðifyrirbæri.

Notum mánudagstíma til að læra um efnahvörf og skoðum  PhET forrit og æfum okkur í að búa til frumeindir. Raða róteindum og nifteindum í kjarna og rafeindum á hvolfin.

Nemendur í 10. bekk munu glíma við að stilla efnajöfnur eftir kúnstarinnar reglum.

Nearpod kynning í tíma og heima.                    

Þurrístilraun

Þurrís

 This artist rendering illustrates a conceptual design for a potential future mission that would land a robotic probe on the surface of Jupiter's icy moon Europa. A Europa lander would need to withstand radiation, frigid temperatures, ice and potentially mist from possible plumes jetting from the moon's surface. Image credit: NASA/JPL-Caltech
This artist rendering illustrates a conceptual design for a potential future mission that would land a robotic probe on the surface of Jupiter’s icy moon Europa. A Europa lander would need to withstand radiation, frigid temperatures, ice and potentially mist from possible plumes jetting from the moon’s surface. Image credit: NASA/JPL-Caltech

Stöðvar þar sem við gerum tilraunir með þurrís og….

1280px-Dry_Ice_Sublimation_2

  1. … málm
  2. … sápukúlur
  3. … sápu
  4. … heitt og kalt vatn
  5. … blöðrur
  6. … eld
  7. … rauðkálssafa
  8. … plastpoka
  9. ... eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug!?

Efnaformúla þurrís og sýna  hamskiptin fyrir þurrgufun. Nota tákn og örvar rétt.                                                                                       

Skrifið skýrslu um hverja stöð og skilið  í síðasta lagi að viku liðinni, þann 20. febrúar.