3. vika september 2018

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 16. september…

.. er upplagt að nýta góða veðrið – fara upp í rjóður og ræða um íslenska náttúru með áherslu á  fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni.

DSC08403

Veltum fyrir okkur barrskógarbelti, sjálfsáðum skógi, eyðingu skóga, landgræðslu, vistheimt, eldfjallajörð (andosol), ilmbjörk og fjalldrapa, kvæmi, skógviðarbróður (birkibróður), Heklu og mörgu fleiru.

Birki

Fjalldrapi

PLÖNTUVEFSJÁ

Skógræktin 

FLÓRA ÍSLANDS

Ætlunin var að safna birkifræi til að sá inni í afrétti Rótarmannatorfur 77 ha landgræðslusvæði sem er afgirt rofabarðasvæði í vistheimt. Þetta haustið er lítið fræmagn á trjám og illa þroskað. Við ætlum samt að kíkja í kringum okkur og kannski getum við safnað

Fróðleikur um birkifræ – söfnun og sáningu og hér má finna   bækling pdf

fróðleikur um Hekluskóga

Förum svo í létta leiki í lok tímans jafnvel hægt að skella sér í alías-keppni úr hugtökum dagsins 😉