Fuglaskoðun

steidepil

Verðum á vappi upp í nágrenni skólans

Hlustum eftir hljóðum fugla. 

Kíkjum og greinum. 

Spáir ekki vel fyrir okkur?

Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…

Ferðasprek

11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku sem skráðu ferðlagið á sprek eða grein.

Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast í rjóðri spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Vettvangsrannsókn

sun_20

Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu. 

Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.

Nú lifa trúlega yfir tíu  milljón tegundir lífvera á  jörðinni.  Hve margar finnum við í nágrenni skólans?

Skil (á hvaða formi sem hentar best)  í lok tíma.

Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

Jarðfræði – vatnasvið Hvítár/Ölfusár

Verkefni  í boði:

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?
  2. Langjökull og gossaga á nútíma.  Bókin,,Íslenskar eldstöðvar“ bls 248 Skoðum sérstaklega Skaldbreið sem er  dyngja?
  3. Teiknið upp Gullfoss. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Hvítá? Hver er munurinn að horfa á hann austan eða vestan megin.
  4. Jarðhiti, lághita- og háhitasvæði.  Bókin ,,Hverir á Íslandi“ bls. 121 Jarðhiti í uppsveitum bls. 120-128. Hvað ser skrifað um Reykholtshver?
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Þingvellir.  Segðu frá flekahreyfingum og sigdældinni.  Landrek. Power of the plantet bókin ,,Íslenskir steinar“ bls. 10-11 skoða kort vel.
  7. Umhverfisstofnun – skýrsla um Hvítárvatn.
  8. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn  ………..Sólheimajökull  NASA
  10. Teikna upp vatnasvið Hvítár. Hægt að nýta sér google earth forritið.
  11. Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.
  12. Kaldavermsl….hvað er nú það?  Frýs aldrei í Flosagjá?  Í sjálfheldu frétt af vísi.is
  13. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði og Íslenska steinabókin. Nýtum okkur dino-lite til að skyggnast nær.
  14. Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli
  15. Námsvefur um innri og ytri öfl
  16. Hugtakavinna – skilgreiningar, orðhlutar og hugtakakort með tenginum

 

 

4. vika febrúar – Klárum efnafræðiverkefni.

Síðasti tíminn í efnafræðinni – tími fyrir verkefnaskil og námsmat.

 

Allir eiga að vera búnir að skila verkefnum um frumefni.

Klára og skila skýrslu úr þurrístilrauninni  – leiðbeiningar í skýrslugerð og skila inn á padlet má setja myndir  myndahólfið.

Stutt könnun   (UBNGQ) og mikilvægt að  treysta á sjálfan sig Það má nýta öll heimsins hjálpargögn EN EKKI spyrja félaga.

Blogga um efnafræðina.

3. vika febrúar 2019 Skýrslugerð og áhersluatriði

Þessa viku notum við í að klára skýrslugerð, vinna með hugtök úr efnafræðinni á fjölbreyttan hátt, skoða fréttir, blogga, klára ýmis verkefni eða kíkja á stöðvar sem voru ókláraðar eða ókannaðar. 

Stutt könnun í nearpod á miðvikudag …hér sérðu hvernig þetta virkar, 3 spurningar til að prufa

 

Sam Schooler

Byrjum á að skoða fréttir og hugtök.

Mentimeter 

Prufum eitthvað nýtt  – æfingar í h5p

Önnur verkefni eru í boði. …..