Fyrsta vika desember 2018 Verkefnavinna, fréttir og stöðvavinna um ljós

Skoðum fréttir og hlustum á lögin sem verða sungin á fimmtudag í tilefni af degi íslenskrar tónlistar.

Kíkjum á forrit sem hjálpa okkur að læra á stjörnuhimininn. Hægt er að sjá nokkur þeirra á þessum padlet. Heimaverkefni að skoða og pæla í öppum til stjörnuskoðunar.

Ræðum um símanotkun, myndatökur og hleranir.  Hvað má…, hvað á…. og hvað ekki að gera í snjalltækjum.

Unnið í kynningum og best væri ef þær kláruðust í næstu viku, yrðu síðan kynntar heima í framhaldinu og svo í skólanum vikunni fyrir jólafrí.

Á miðvikudaginn fræðumst við enn frekar um ljósið og  í boði er stöðvavinna því tengd.