Fuglatalning á Laugarvatni

Nemendur læra að þekkja fugla og lífshætti þeirra,  telja, taka eftir ýmsu í umhverfinu, skrá og vinna úr gögnum. Þeim til aðstoðar eru kennarar og sérfræðingar frá HÍ.  Þannig leggja nemendur sitt af mörkum í stærri rannsókn sem er á vegum HÍ og er markmiðið að meta áhrif loftslagsbreytinga á fugla.  Fuglarnir endurspegla víðtækari breytingar á vistkerfum og lífsskilyrðum manna og henta vel því þeir eru frekar auðtaldir miðað við ýmislegt annað. Með reglubundnum talningum er hægt að sjá bæði breytingar á stofnstærðum og enn fremur breytingar á tímasetningu farflugs. Verið er að vakta tvo ferla sem eru mislangir, annar sýnir breytingar yfir árið (og hver árgangur sér þær breytingar) og svo eru það breytingar sem verða á löngum tíma.  (upplýsingar Tómas Grétar Gunnarsson)

Nemendur munu svo koma gögnum á framfæri á vefsíðu sem þau gera sem hluta af lokamati