3. vika janúar 2019 Vísindaleg vinnubrögð

Notum þennan tíma til aðlab_glassware

  • gera verkefni um vísindalegar aðferðir, fínt að rifja upp tæki og tól og gera einfalda tilraun um eðlismassa

Hvað er eðlismassi?

 eðlismassi frumefna – stigvaxandi röðun og önnur fræðilegri hér

 

  • Mælum massa og rúmmál og reiknum eðlismassa.
  • Áhersla á nákvæmni og meðferð mæliniðurstaða sem þarf að setja upp í töflu.
  • Finnum meðaltal og ef tækifæri gefst ræðum við mælingaróvissu og markverða stafi.
    Förum yfir vísindalega aðferð og skýrslugerð

    Munið að í framkvæmd á að koma „uppskrift að kökunni“

    en í niðurstöðum „hvernig baksturinn gekk og bragðið var“

     

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Ef þið komist í tölvu þá er í boði að prófa PhET-simulations Density  (þarf flash)

  • Fiktið svolítið í forritinu.
  • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
  • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
  • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
  • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
  • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

2. vika janúar Efnafræði

Nú eruð þið á sjálfstýringu meira og minna þessa viku.  Við erum að byrja í efnafræðinni og þið nýtið tímann vel  og kynnið ykkur það námsefni sem er í boði.  Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. 

Eitt lauflétt bara til að koma ykkur í gírinn.

Hér eru tenglar inn á mismunandi námsefni í efnafræðinni. Endilega klikkið á tenglana og skoðið möguleikana.  Alls ekki hlusta á allt heldur skanna þetta og meta hvað myndi nýtast ykkur best í náminu.

Lotukerfið á netinu – eitthvað sem er alveg nauðsynlegt að skoða vel og hafa tiltækt í náminu.  Fínt að setja tengil á inn á spjaldið sitt flýtir fyrir 😉

Hér er svo íslensk útgáfa af lotukerfinu – gömul og góð

Þið þurfið að ná ykkur í smáforrit í spjöldin.  Hér er skjáskot af þeim sem ég hef hlaðið upp. Það er ótrúlega margt fleira í boði en þessi eru öll frí og ekki yfirfull af auglýsingum.  Ég vil að þið náið ykkur í Periodic Table (Royal Society of Chemistry) – hringur utanum á myndinni, a.m.k. til að byrja með.

 

Þegar öllu þessu er lokið….. þá getið þið kíkt á nearpod-kynningu um ýmis grunnhugtök sem þið hafði kynnst áður t.d. úr Auðvitað-bókinni. Munið að skrá ykkur inn með fullu nafni.

Connect fours úr efnafræðinni.

Gangi ykkur sem allra best:)

1. vika janúar 2019 Efnafræði

Fyrsti tíminn í nýju ári fer í að klára syndir síðasta árs og við ljúkum þeim nemendakynningum sem voru eftir svo byrjar efnafræðin byrjar á miðvikudegi!

Kynning á áætlunum og verkefnum.

Glósur komnar inn á hópa í O365.

Lesskilningur.  Fréttir og fróðleikur.

Syngjum um frumefnin – lotukerfið handan við hornið.

3. vika desember 2018 Klárum kynningar og gleðileg jól ;)

Siðasta vika skólaársins og við nýtum hana í botn.

Við byrjum mánudaginn á sal og syngjum saman. Umræða um átakið sem byrjað í síðustu viku – umgengni í skólanum,  allir taka þátt í.

Umfjöllun um stjörnufræðiforrit – öppin sem skoðuð voru

Kynningar í boði nemenda

9. og 10. bekkur skila í rétta hillu inn á padlet og allar kynningar klárar, búið að meta heima og ekkert að vanbúnaði.

Á miðvikudegi eru ekki nemendur frá Laugarvatni en þegar öllum nemendakynningum er lokið er í boði brjótast út  í anda árstíðarinnar 😉

 

2. vika desember 2018 Stjörnuskoðun og kynningar

Við byrjum vikuna á sal og syngjum saman. Svo hefst ný áskorun – umgengni í skólanum, átak sem allir taka þátt í.

Við notum mánudag í að klára kynningar og blogga um stjarnfræðileg fyrirbæri.  Sumir eru næstum búnir og þeir geta æft sig og fínpússað.

Kíkjum á nearpodkynningu um stjörnuskoðun

Til áréttingar …..

Miðvikudaginn verður taka tvö í stöðvavinnu um ljós 

Fyrsta vika desember 2018 Verkefnavinna, fréttir og stöðvavinna um ljós

Skoðum fréttir og hlustum á lögin sem verða sungin á fimmtudag í tilefni af degi íslenskrar tónlistar.

Kíkjum á forrit sem hjálpa okkur að læra á stjörnuhimininn. Hægt er að sjá nokkur þeirra á þessum padlet. Heimaverkefni að skoða og pæla í öppum til stjörnuskoðunar.

Ræðum um símanotkun, myndatökur og hleranir.  Hvað má…, hvað á…. og hvað ekki að gera í snjalltækjum.

Unnið í kynningum og best væri ef þær kláruðust í næstu viku, yrðu síðan kynntar heima í framhaldinu og svo í skólanum vikunni fyrir jólafrí.

Á miðvikudaginn fræðumst við enn frekar um ljósið og  í boði er stöðvavinna því tengd.

3. vikan í nóvember 2018 Ný viðfangsefni

Þegar árshátíðaruppgjöri er lokið vindum við okkur í ný verkefni.

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

Nú tekur við umfjöllun um ljós, sólir og stjörnumerki.

Nemendur velja sér viðfangsefni og kynna hver fyrir öðrum og eins heima fyrir. Hægt er að nálgast upplýsingar hér

Við munum rýna í smáforrit til stjörnuskoðunar og segja frá. Nánari upplýsingar koma síðar.

Tíminn í dag nýtist í að skoða hin ýmsu fyrirbæri sem tilheyra sólkerfinu okkar og svo enn lengra og fjarlægari hlutar alheimsins.

Kíkið á þessa vefi…..

Sólkerfið

Myndun stjarna frá Stjörnuskoðun.is.

Þróun stjarna frá How stuff works.

NASA vefur

Vefur BBC um stjörnufræði

HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina

myndband ævi sólstjörnu

lögmál Newtons í geimstöð

fréttir. …

vatn á Merkúríusi 

Hafísinn og Grænland

svarthol og dulstirni

…Rússar hreinsa geimrusl!

… Ný jörð ?

… Keplers heimasíða hjá NASA

og annað fróðlegt

 galsjon

Fræðumst um Galileo Galilei.   Nú eru liðin rúm 400 ár frá því að Galileó beindi  sjónauka sínum að tunglinu og teiknaði það sem fyrir augu bar. Þetta markaði upphaf stjörnufræðiathugana hans sem báru góðan ávöxt. Og hér eru fréttir af karli!  Fann fingur og tönn Galileos