Ríkjandi eiginleikar

Margir ríkjandi eiginleikar eru þekktir meðal manna. Það hefur í för með sér að sumir eiginleikar koma oftar fram en aðrir. Dæmi um slíkt er brúnn augnlitur. En til eru undantekningar.


 • Merktu inn á listann hér fyrir neðan hvort þú hefur ríkjandi eða bara víkjandi gen fyrir viðkomandi eiginleika. Hvort hafðir þú fleiri víkjandi eða ríkjandi gen?
 • Safnaðu niðurstöðum bekkjarins saman. Hvort hafði bekkurinn fleiri ríkjandi eða víkjandi gen?
 • Reiknaðu út hve mörg prósent af bekknum hafa ríkjandi gen annars vegar og víkjandi gen hins vegar fyrir viðkomandi eiginleika. Deildu fjölda ríkjandi eða víkjandi gena með heildarfjölda nemenda í bekknum og margfaldaðu með 100. 
 • Lestu blaðsíðu 100 í bókinni Maður og náttúra um hvernig flestir mannlegir eiginleikar ráðast í raun af fjölgena erfðum.

Hverjir af þínum eiginleikum telur þú að muni koma fram í börnum þínum? Ræddu um það við bekkjarfélaga hvernig „draumamaki“ liti út til að þú eignist barn með tiltekna fyrirfram ákveðna eiginleika. Hvaða eiginleikar skipta mestu máli, þeir ytri eða innri?


Ríkjandi eiginleikar

 • • Brúnn og grænn augnlitur ríkir yfir bláum og gráum.
 • • Eðlileg sjón.
 • • Spékoppar í kinnum.
 • • Getan til að mynda rennu með tungunni.
 • • Dökkur hárlitur ríkir yfir ljósum.
 • • Ekki rauður hárlitur ríkir yfir rauðum hárlit.
 • • Krullað hár.
 • • Há kollvik ríkja yfir beinum kollvikum.
 • • Réttsælis hársveipur ríkir yfir rangsælis hársveipi.
 • • Eðlilegur litarháttur ríkir yfir albínisma.
 • • Freknur.
 • • Lausir eyrnasneplar ríkja yfir föstum.
 • • Bogið nef ríkir yfir beinu.
 • • Beinn nefbroddur ríkir yfir uppbrettum.
 • • Víðar nasir ríkja yfir þröngum.
 • • Þykkar varir ríkja yfir þunnum.
 • • Þumall sem bognar aftur á bak.
 • • Litli fingur sem bognar inn á við ríkir yfir beinum.
 • • Rétthendi ríkir yfir örvhendi.
 • • Hægri þumall ofan á þegar greipar eru spenntar.
 • • Hægri handleggur ofan á þegar handleggir eru krosslagðir.

Eitt svar við “Ríkjandi eiginleikar”

Lokað er fyrir athugasemdir.