Lokamat – Hugtakakort

Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.

Einstaklingsvinna.   Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu.  Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu (má líka kynna á flipgrid), umræður og kortið hengt upp eða QR-kóði með slóð á verkefnið á rafrænu formi.

Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar

Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):

Gerfiefni Fruma Eðlismassi Jarðvegseyðing
Vatn Lífhvolf Sjávarföll Rafsegulróf
Efnahvörf Náttúruvernd Bylgjur Rafmagn
Úthljóð Ljóstillifun Náttúruval Frumbjarga
Segulsvið Endurnýting Úrgangur Sjálfbærni
Frumefni Varmi Lotukerfi Jarðvegur
Lífvera Smitsjúkdómar Vistheimt Hafstraumar
Vistkerfi Hringrásir efna Okfruma Eldgos
Líftækni Auðlindir Búsvæði Þyngdarkraftur
Jarðhiti Þróun Tegund Gróðurhúsaáhrif

Munið að tengja hugtakið við hin ólíku svið náttúrufræðinnar (jarðfræði, efna- og eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði), nýta örvar, liti, undirstrikun og skrifa á tengilínur.