Dagur Sameinuðu þjóðanna var þann 24. október síðastliðinn. Því er viðfangsefni dagsins að kynna að kynna sér heimsmarkmiðin
Fræðumst um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
varðandi sjálfbæra þróun 2016 – 2030.
Markmiðið er að hvetja ykkur til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Verkefnin eru:
- Vinna í hópum og skipta markmiðunum á milli sín þannig að hver hópur tekur tvö til þrjú markmið og gerir kynningu um þau. Þessar kynningar eru settar inn á padlet og auk þess verður hver hópur með framsögu á markmiðunum og stjórnar umræðu um málefnið.
- Seinni hlutinn helgast af því að hver og einn velur sér eitt markmið, nýtir smáforritið The Global Goals til að taka mynd/myndband og pósta inn á padlet og mögulega deila á samfélagsmiðla (fésbók, instagram og/eða twitter) merkja #telleveryone #okkarheimur2030 #heimsmarkmiðin @TheGlobalGoals. Þannig er hægt að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu um heimsmarkmiðin. Síðan mun hver og einn kynna af hverju ákveðið markmið var valið.
- Svo er auka verkefni að prufa leikinn sem er í spjaldtölvum Global Hero og metast smá um árangur 😉
PADLET með öllum upplýsingum og þar skal líka skila inn verkefnum
Spurningar sem vert er að ?
Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hver er staðan í dag? Verður heimurinn betri?
Glærusýning
Heimsmarkmiðin – íslensk útgáfa
Við öll …. tökum þátt
Góðar fréttir úr framtíðinni fb-síða heimsmarkmiðanna
Kynningarmynd heimsmarkmið um sjálfbæra þróun
Ungmennaráð heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna krakkarúv
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – hvað getur þú gert? youtube