Fuglaskoðun

steidepil

Verðum á vappi upp í nágrenni skólans

Hlustum eftir hljóðum fugla. 

Kíkjum og greinum. 

Spáir ekki vel fyrir okkur?

Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…

Ferðasprek

11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku sem skráðu ferðlagið á sprek eða grein.

Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast í rjóðri spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Vettvangsrannsókn

sun_20

Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu. 

Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.

Nú lifa trúlega yfir tíu  milljón tegundir lífvera á  jörðinni.  Hve margar finnum við í nágrenni skólans?

Skil (á hvaða formi sem hentar best)  í lok tíma.

Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

2. vika september 2018

Umhverfismennt með áherslu á plast til umfjöllunar þessa viku.

Plastlaus september – átak kynning

plastmengun.   #plasticpollution

Hér er hægt að skoða eigin plastnotkun plastic-calculator/ og gera heit um að minnka notkun plastumbúða.

 

Verðum töluvert úti enda spáir blíðu þessa daga og við nýtum okkur það.

  1. Náttúrufræði – hvað er það?
  2. Sumar eða haust.
  3. Hvað einkennir líf?
  4. Eigin rannsókn.
  5. Hugtakavinna.
  6. Velja eina lífveru, lýsa útliti, mæla, teikna, merkja.  Hvar lifir, hvernig nærist og hreyfir hún sig.
  7. Einn fermetri – hvaða lífverur og áætla þéttleika út frá rannsókn og/eða talningu
  8. Finnið ykkar eftirlætisstað.  Hlustið og skynjið, lýsið upplifun.  Má teikna, gera ljóð eða texta.
  9. Hringrás kolefnis og tenging við ljóstillifun.
  10. Samanburður á könglum
  11. Fléttur hvaða fyrirbæri eru það?kragaskof_040903

Padlet Ég ber ábyrgð 10. bekkjar verkefni

Verkefni Hringrásir efna og orkuflæði

1. vika september 2018

Verðum úti við á mánudag og gerum nokkrar æfingar. Flutningur á viðtali við lífveru sem unnið og undirbúið var í síðustu viku.

Vistfræði – Hvað munum við og hverju þarf að snerpa á? Förum yfir hugtök.

Prófum nearpod-heimakynning …..þessi kennslustund: 

Fæðukeðja í kóralrifi

Myndband á ensku um vistkerfi þar sem mörg hugtök koma fram

NOKKUR VERKEFNI Í BOÐI.
  1. VISTKERFIÐ – LESSKILNINGSVERKEFNI.
  2. LÍFRÍKI ÍSLANDS BLS. 175  SKOÐA MYND AF VISTKERFI, TEIKNA UPP EÐA TÚLKA.
  3. ORÐ AF ORÐI ÝMSAR KROSSGÁTUR Í BOÐI M.A. HÉR
  4. HRINGRÁSIR EFNA.  BLS 16-17 Í MAÐUR OG NÁTTÚRA
  5. KOLEFNI – SKOLEN Í NORDEN
  6. SÓL – LJÓSTILLIFUN – UNDIRSTAÐA ALLS LÍFS.                    SYNGJUM! OG RÖPPUM   OG SUMIR SKEMMTA SJÁLFUM SÉR SEM POPPARAR