Verðum á vappi upp í nágrenni skólans
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
Verðum á vappi upp í nágrenni skólans
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
Ferðasögur eru af ýmsum toga. Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku sem skráðu ferðlagið á sprek eða grein.
Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.
Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu. Að leiðarlokum er komið að sögustund. Þá er fínt að hittast í rjóðri spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.
Nú reynir á sköpun og skilningsvit.
Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu.
Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.
Nú lifa trúlega yfir tíu milljón tegundir lífvera á jörðinni. Hve margar finnum við í nágrenni skólans?
Skil (á hvaða formi sem hentar best) í lok tíma.
Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu. Þið vinnið tvö saman.
Getið þið byggt hreiður? Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.
Efniviðurinn er í næsta nágrenni. Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.
Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.
Ekki flókið:)
Verkefni í boði:
Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:
CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)
En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:
CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)
Ragnar Þór Pétursson og Þormóð Loga Björnsson vendikennslu í náttúrufræði.
Kíkjum á PhET-forrit – Balancing Chemical Equations til hjálpar og gott að sækja öpp í spjaldið sitt sem eru frí t.d. Chemical Balancer eða Chem. Equation til að æfa ykkur en vefsíðurnar eru góðar líka t.d.
http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm
https://phet.colorado.edu/en/simulation/balancing-chemical-equations
http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html
Æfing frá Sigurlaugu Kristmannsdóttur
Stutt myndband – Áslaug Högnadóttir
og annað á ensku – að stilla efnajöfnu
Efnaformúla þurrís og sýna hamskiptin fyrir þurrgufun. Nota tákn og örvar rétt.
Skrifið skýrslu um hverja stöð og skilið í síðasta lagi að viku liðinni, þann 20. febrúar.