Fuglaskoðun

steidepil

Verðum á vappi upp í nágrenni skólans

Hlustum eftir hljóðum fugla. 

Kíkjum og greinum. 

Spáir ekki vel fyrir okkur?

Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…

Ferðasprek

11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku sem skráðu ferðlagið á sprek eða grein.

Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast í rjóðri spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Vettvangsrannsókn

sun_20

Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu. 

Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.

Nú lifa trúlega yfir tíu  milljón tegundir lífvera á  jörðinni.  Hve margar finnum við í nágrenni skólans?

Skil (á hvaða formi sem hentar best)  í lok tíma.

Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

Jarðfræði – vatnasvið Hvítár/Ölfusár

Verkefni  í boði:

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?
  2. Langjökull og gossaga á nútíma.  Bókin,,Íslenskar eldstöðvar“ bls 248 Skoðum sérstaklega Skaldbreið sem er  dyngja?
  3. Teiknið upp Gullfoss. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Hvítá? Hver er munurinn að horfa á hann austan eða vestan megin.
  4. Jarðhiti, lághita- og háhitasvæði.  Bókin ,,Hverir á Íslandi“ bls. 121 Jarðhiti í uppsveitum bls. 120-128. Hvað ser skrifað um Reykholtshver?
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Þingvellir.  Segðu frá flekahreyfingum og sigdældinni.  Landrek. Power of the plantet bókin ,,Íslenskir steinar“ bls. 10-11 skoða kort vel.
  7. Umhverfisstofnun – skýrsla um Hvítárvatn.
  8. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn  ………..Sólheimajökull  NASA
  10. Teikna upp vatnasvið Hvítár. Hægt að nýta sér google earth forritið.
  11. Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.
  12. Kaldavermsl….hvað er nú það?  Frýs aldrei í Flosagjá?  Í sjálfheldu frétt af vísi.is
  13. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði og Íslenska steinabókin. Nýtum okkur dino-lite til að skyggnast nær.
  14. Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli
  15. Námsvefur um innri og ytri öfl
  16. Hugtakavinna – skilgreiningar, orðhlutar og hugtakakort með tenginum

 

 

Efnajöfnur

Að stilla efnajöfnur.groupima

Prufum að stilla efnajöfnur. Stutt kynning og svo æfum við okkur.
Hvarfefnin metan og súrefni verða að myndefnunum koldíoxíði og vatni.

efnajafa3

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

efnajafna4

Ragnar Þór Pétursson og Þormóð Loga Björnsson  vendikennslu í náttúrufræði.  

Kíkjum á PhET-forrit – Balancing Chemical Equations til hjálpar og gott að sækja öpp í spjaldið sitt sem eru frí t.d. Chemical Balancer eða Chem. Equation til að æfa ykkur en vefsíðurnar eru góðar líka  t.d.

http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm

https://phet.colorado.edu/en/simulation/balancing-chemical-equations

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

Æfing frá Sigurlaugu Kristmannsdóttur

Stutt myndband – Áslaug Högnadóttir

og annað á ensku – að stilla efnajöfnu

Þurrístilraun

Þurrís

 This artist rendering illustrates a conceptual design for a potential future mission that would land a robotic probe on the surface of Jupiter's icy moon Europa. A Europa lander would need to withstand radiation, frigid temperatures, ice and potentially mist from possible plumes jetting from the moon's surface. Image credit: NASA/JPL-Caltech
This artist rendering illustrates a conceptual design for a potential future mission that would land a robotic probe on the surface of Jupiter’s icy moon Europa. A Europa lander would need to withstand radiation, frigid temperatures, ice and potentially mist from possible plumes jetting from the moon’s surface. Image credit: NASA/JPL-Caltech

Stöðvar þar sem við gerum tilraunir með þurrís og….

1280px-Dry_Ice_Sublimation_2

  1. … málm
  2. … sápukúlur
  3. … sápu
  4. … heitt og kalt vatn
  5. … blöðrur
  6. … eld
  7. … rauðkálssafa
  8. … plastpoka
  9. ... eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug!?

Efnaformúla þurrís og sýna  hamskiptin fyrir þurrgufun. Nota tákn og örvar rétt.                                                                                       

Skrifið skýrslu um hverja stöð og skilið  í síðasta lagi að viku liðinni, þann 20. febrúar.