Lokamat 10. bekkur

Í aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni. Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D.  A lýsir framúrskarandi hæfni,  B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem nemandi uppfyllir ekki hæfniviðmið í C.

Lokamat er staða nemendar í námsgrein við lok skólagöngu.  Þetta er samræmd einkunnagjöf og byggir á matsviðmiðum sem koma fram í námsskrá en eru ekki tölur, normaldreifðar eða hlutfallseinkunnir.  Námsmat í vetur hefur tekið mið af hæfniviðmiðum og verið fjölbreytt leiðbeinandi mat (kennara, samnemenda, sjálfsmat) byggt á matslistum.  Lokamatið er ekki byggt á meðaltali verkefna vetrarins.

Samkvæmt námskrá er skólum gefið nokkuð frelsi til að framkvæma námsmat en mikilvægt er að nota fjölbreyttar aðferðir við söfnun gagna og fá sem gleggstar upplýsingar um hvar nemandi stendur við lok grunnskólagöngu.  Nánari upplýsingar um námsmat við lok grunnskóla er hægt að finna á vef menntamálastofnunar. 

Lokamat í náttúrufræði í Bláskógaskóla er fjórþætt og verður framkvæmt á síðasta misseri.  Notuð eru skýr viðmið og nemendur fá afhenta matslista í byrjun sem gott er að hafa til hliðsjónar.  Þar kemur fram hvaða matsþættir eru skoðaðir í hverju verkefni.

matsviðmið lokamat 2019

Hugtakakort

Tilraun og skýrslugerð

Frétt

Heimasíðugerð

 

Lokamat – frétt

Einstaklingsverkefni þar sem nemendur skoða frétt og túlka myndefni og texta tengdan henni. Nákvæmari upplýsingar koma inn síðar sem og matslisti en matsviðmið aðalnámsskrár grunnskóla eru:     

Lokamat – Tilraun og skýrslugerð

Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi. Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.

Þið hafið frjálsar hendur um það hvernig tilraunin er sett upp.  Athugið að hafa ekki margar breytur og forðast að flækja málin.  Kennari fylgist með vinnuferlinu, samvinnu, framkvæmd, meðhöndlun tækja/efna og vinnubrögðum.  Síðan er skýrslan gerð eftir kúnstarinnar reglum og skilað með samtali við kennara þar sem metin er þekking á umfjöllunarefninu, rannsóknarspurning ígrunduð, niðurstöður túlkaðar, skekkjuvaldar og heimildir.

Matsviðmið

Lokamat – heimasíðugerð

Gerð heimasíðu um viðfangsefni tengt samfélaginu er í samræmi við aðalnámskrán. Nemendur vinna að þessu verkefni í samstarfi við fræðimenn í nærsamfélagi. Verkefnið hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms.  Tækni er samþætt og nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum  matslista.  Nemendur gera athuganir, safna upplýsingum, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.  Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.

Verkefnið er viðamikið og fer af stað strax í byrjun mars.  Nemendur frá Laugarvatni gera heimasíðu tileinkaða fuglatalningum og rannsóknum á Laugarvatni. Nemendur frá Reykholti gera heimasíðu í tengslum við vistheimtarverkefni skólans.

MATSVIÐMIÐ AÐALNÁMSSKRÁ GRUNNSKÓLA

 

Lokamat – Hugtakakort

Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.

Einstaklingsvinna.   Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu.  Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu (má líka kynna á flipgrid), umræður og kortið hengt upp eða QR-kóði með slóð á verkefnið á rafrænu formi.

Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar

Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):

Gerfiefni Fruma Eðlismassi Jarðvegseyðing
Vatn Lífhvolf Sjávarföll Rafsegulróf
Efnahvörf Náttúruvernd Bylgjur Rafmagn
Úthljóð Ljóstillifun Náttúruval Frumbjarga
Segulsvið Endurnýting Úrgangur Sjálfbærni
Frumefni Varmi Lotukerfi Jarðvegur
Lífvera Smitsjúkdómar Vistheimt Hafstraumar
Vistkerfi Hringrásir efna Okfruma Eldgos
Líftækni Auðlindir Búsvæði Þyngdarkraftur
Jarðhiti Þróun Tegund Gróðurhúsaáhrif

Munið að tengja hugtakið við hin ólíku svið náttúrufræðinnar (jarðfræði, efna- og eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði), nýta örvar, liti, undirstrikun og skrifa á tengilínur.  

Fuglatalning á Laugarvatni

Nemendur læra að þekkja fugla og lífshætti þeirra,  telja, taka eftir ýmsu í umhverfinu, skrá og vinna úr gögnum. Þeim til aðstoðar eru kennarar og sérfræðingar frá HÍ.  Þannig leggja nemendur sitt af mörkum í stærri rannsókn sem er á vegum HÍ og er markmiðið að meta áhrif loftslagsbreytinga á fugla.  Fuglarnir endurspegla víðtækari breytingar á vistkerfum og lífsskilyrðum manna og henta vel því þeir eru frekar auðtaldir miðað við ýmislegt annað. Með reglubundnum talningum er hægt að sjá bæði breytingar á stofnstærðum og enn fremur breytingar á tímasetningu farflugs. Verið er að vakta tvo ferla sem eru mislangir, annar sýnir breytingar yfir árið (og hver árgangur sér þær breytingar) og svo eru það breytingar sem verða á löngum tíma.  (upplýsingar Tómas Grétar Gunnarsson)

Nemendur munu svo koma gögnum á framfæri á vefsíðu sem þau gera sem hluta af lokamati