Vettvangsrannsókn

sun_20

Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu. 

Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.

Nú lifa trúlega yfir tíu  milljón tegundir lífvera á  jörðinni.  Hve margar finnum við í nágrenni skólans?

Skil (á hvaða formi sem hentar best)  í lok tíma.

Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

3. vika apríl

Síðasta vika fyrir páska 😉

Þið getið sett kynningarnar ykkar (Kahoot og annað) inn á þennan padlet til að safna þeim saman.

Mánudagstímann notum við til að  skoða kynningar og taka þátt í spurningakeppnum.

Miðvikudag er 9. bekkur í burtu en 8. bekkur glímir við skemmtilegar þrautir.

Gleðilega páska 

1. vika apríl 2019 Hvítá/Ölfusá og orkan

Hvernig tengjum við vatnasvið Hvítár/Ölfusár eðlisfræðinni. Kynning  í dag um orku vatnsfalla og jarðhita. Rifjum upp efnafræði vatns og eðlisfræði orku – mælieiningar og ólíkar myndir. Skoðum sérstaklega vatnsaflsvirkjun og nýtingu jarðvarma.Endum umfjöllun á að spá í framtíðarorkukosti.

Sogsvirkjanir

Jarðvarmavirkjanir  ….   á Nesjavöllum

Framtíðarlandið – náttúrukort

Vinnum í bloggi og skoðum fréttir

2. vika mars Rannsóknarvinna

Þessa viku einbeitum við okkur að rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun.

Gott að skoða vefsíður með gagnrýnum augum, hvað er til eftirbreytni og hvað ætlum við að forðast.

Söfnum saman slóðum sem nýtast í vefsíðugerðinni.

Lokaverkefni vistheimt

vistheimt.blaskogaskoli.is            innskráning

Padlet fyrir vefsíðu VISTHEIMT

Lokaverkefni fuglar 

fuglar.blaskogaskoli.is           innskráning

Padlet fyrir vefsíðu FUGLAR