Verðum á vappi upp í nágrenni skólans
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
Verðum á vappi upp í nágrenni skólans
Hlustum eftir hljóðum fugla.
Kíkjum og greinum.
Spáir ekki vel fyrir okkur?
Allir að mæta með kíki, kannski myndavél og ekki væri nú verra að hafa handbók í töskunni 😉 Sjáumst…
Ferðasögur eru af ýmsum toga. Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku sem skráðu ferðlagið á sprek eða grein.
Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.
Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu. Að leiðarlokum er komið að sögustund. Þá er fínt að hittast í rjóðri spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.
Nú reynir á sköpun og skilningsvit.
Verðum úti í dag – pottþétt frábært veður 😉 og verkefni dagsins unnið í paravinnu.
Vettvangsrannsókn í tíma. Greining, þróunarleg tengsl, flokkun, einkenni og æxlun.
Nú lifa trúlega yfir tíu milljón tegundir lífvera á jörðinni. Hve margar finnum við í nágrenni skólans?
Skil (á hvaða formi sem hentar best) í lok tíma.
Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu. Þið vinnið tvö saman.
Getið þið byggt hreiður? Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.
Efniviðurinn er í næsta nágrenni. Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.
Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.
Ekki flókið:)
Síðasta vika fyrir páska 😉
Þið getið sett kynningarnar ykkar (Kahoot og annað) inn á þennan padlet til að safna þeim saman.
Mánudagstímann notum við til að skoða kynningar og taka þátt í spurningakeppnum.
Miðvikudag er 9. bekkur í burtu en 8. bekkur glímir við skemmtilegar þrautir.
Hvernig tengjum við vatnasvið Hvítár/Ölfusár eðlisfræðinni. Kynning í dag um orku vatnsfalla og jarðhita. Rifjum upp efnafræði vatns og eðlisfræði orku – mælieiningar og ólíkar myndir. Skoðum sérstaklega vatnsaflsvirkjun og nýtingu jarðvarma.Endum umfjöllun á að spá í framtíðarorkukosti.
Jarðvarmavirkjanir …. á Nesjavöllum
Vinnum í bloggi og skoðum fréttir