Nú eruð þið á sjálfstýringu meira og minna þessa viku. Við erum að byrja í efnafræðinni og þið nýtið tímann vel og kynnið ykkur það námsefni sem er í boði. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum.
Eitt lauflétt bara til að koma ykkur í gírinn.
Hér eru tenglar inn á mismunandi námsefni í efnafræðinni. Endilega klikkið á tenglana og skoðið möguleikana. Alls ekki hlusta á allt heldur skanna þetta og meta hvað myndi nýtast ykkur best í náminu.
- Kíkjið á námsbókina Efnisheiminn sem þið getið hlaðið niður og glósað í að vild ….. eða nálgast hina hefðbundnu bók í skólanum.
- Bókin Efnisheimurinn með skýringum á youtube myndböndum Gauta Eiríkssonar
- og hér er flipp á íslensku
- og svo enn meiri fróðleikur hér á ensku í Khan academy
- enn eitt spennandi til að auka á fjölbreytni í námsefni eru PhET-forritin þið getið notað þau sem eru merkt með html5 í spjaldtölvunum. Mæli með þessu!
Lotukerfið á netinu – eitthvað sem er alveg nauðsynlegt að skoða vel og hafa tiltækt í náminu. Fínt að setja tengil á inn á spjaldið sitt flýtir fyrir 😉
Hér er svo íslensk útgáfa af lotukerfinu – gömul og góð
Þið þurfið að ná ykkur í smáforrit í spjöldin. Hér er skjáskot af þeim sem ég hef hlaðið upp. Það er ótrúlega margt fleira í boði en þessi eru öll frí og ekki yfirfull af auglýsingum. Ég vil að þið náið ykkur í Periodic Table (Royal Society of Chemistry) – hringur utanum á myndinni, a.m.k. til að byrja með.
Þegar öllu þessu er lokið….. þá getið þið kíkt á nearpod-kynningu um ýmis grunnhugtök sem þið hafði kynnst áður t.d. úr Auðvitað-bókinni. Munið að skrá ykkur inn með fullu nafni.
Connect fours úr efnafræðinni.
Gangi ykkur sem allra best:)