Lokamat 10. bekkur

Í aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni. Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D.  A lýsir framúrskarandi hæfni,  B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem nemandi uppfyllir ekki hæfniviðmið í C.

Lokamat er staða nemendar í námsgrein við lok skólagöngu.  Þetta er samræmd einkunnagjöf og byggir á matsviðmiðum sem koma fram í námsskrá en eru ekki tölur, normaldreifðar eða hlutfallseinkunnir.  Námsmat í vetur hefur tekið mið af hæfniviðmiðum og verið fjölbreytt leiðbeinandi mat (kennara, samnemenda, sjálfsmat) byggt á matslistum.  Lokamatið er ekki byggt á meðaltali verkefna vetrarins.

Samkvæmt námskrá er skólum gefið nokkuð frelsi til að framkvæma námsmat en mikilvægt er að nota fjölbreyttar aðferðir við söfnun gagna og fá sem gleggstar upplýsingar um hvar nemandi stendur við lok grunnskólagöngu.  Nánari upplýsingar um námsmat við lok grunnskóla er hægt að finna á vef menntamálastofnunar. 

Lokamat í náttúrufræði í Bláskógaskóla er fjórþætt og verður framkvæmt á síðasta misseri.  Notuð eru skýr viðmið og nemendur fá afhenta matslista í byrjun sem gott er að hafa til hliðsjónar.  Þar kemur fram hvaða matsþættir eru skoðaðir í hverju verkefni.

matsviðmið lokamat 2019

Hugtakakort

Tilraun og skýrslugerð

Frétt

Heimasíðugerð

 

2. vika mars Rannsóknarvinna

Þessa viku einbeitum við okkur að rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun.

Gott að skoða vefsíður með gagnrýnum augum, hvað er til eftirbreytni og hvað ætlum við að forðast.

Söfnum saman slóðum sem nýtast í vefsíðugerðinni.

Lokaverkefni vistheimt

vistheimt.blaskogaskoli.is            innskráning

Padlet fyrir vefsíðu VISTHEIMT

Lokaverkefni fuglar 

fuglar.blaskogaskoli.is           innskráning

Padlet fyrir vefsíðu FUGLAR

 

2. vika mars Hvítá og jarðfræðin

Fyrirlestur og umræður.

Skoðum Google Earth. ……….. Verkefnavinna

Vefir sem við skoðum:

Áhersluatriði í dag:

  • innri og ytri öfl – sérstök áhersla á flekaskil.  Þingvellir einstakt dæmi.
  • vatnasvið Ölfusár, Hvítár.
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi.  Sérstök áhersla á Sogið og Gullfoss
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir.  Langjökull og Hofsjökull.
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður.  Þingvallavatn og Hvítárvatn
  • rof og set.  Hvítárgljúfur, Ölfusárósar.
  • Jarðhiti – eldgos – jarðskjálftar – hraun – aska  Hveravellir, Kerlingafjöll, Skjaldbreiður og Miðfell

Fjallið Skjaldbreiður eftir Jónas Hallgrímsson 

Hveravellir – vísindavefurinn

Jarðfræði – vatnasvið Hvítár/Ölfusár

Verkefni  í boði:

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?
  2. Langjökull og gossaga á nútíma.  Bókin,,Íslenskar eldstöðvar“ bls 248 Skoðum sérstaklega Skaldbreið sem er  dyngja?
  3. Teiknið upp Gullfoss. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Hvítá? Hver er munurinn að horfa á hann austan eða vestan megin.
  4. Jarðhiti, lághita- og háhitasvæði.  Bókin ,,Hverir á Íslandi“ bls. 121 Jarðhiti í uppsveitum bls. 120-128. Hvað ser skrifað um Reykholtshver?
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Þingvellir.  Segðu frá flekahreyfingum og sigdældinni.  Landrek. Power of the plantet bókin ,,Íslenskir steinar“ bls. 10-11 skoða kort vel.
  7. Umhverfisstofnun – skýrsla um Hvítárvatn.
  8. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn  ………..Sólheimajökull  NASA
  10. Teikna upp vatnasvið Hvítár. Hægt að nýta sér google earth forritið.
  11. Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.
  12. Kaldavermsl….hvað er nú það?  Frýs aldrei í Flosagjá?  Í sjálfheldu frétt af vísi.is
  13. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði og Íslenska steinabókin. Nýtum okkur dino-lite til að skyggnast nær.
  14. Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli
  15. Námsvefur um innri og ytri öfl
  16. Hugtakavinna – skilgreiningar, orðhlutar og hugtakakort með tenginum

 

 

Áskorun 5. – 7. bekkur

Áskorun í tveimur síðustu tímunum í dagsmiley-bounce016

Vinna saman í hópum. 

verkefnislýsing, hvað á að gera, hvernig á að skila af sér, hópurinn gefur sér nafn, skipta með sér verkum, allir hafa hlutverk

allir hópar að keppast og taka upp,  allt/flest úti undir berum himni

verkefnið klippt og klárað – skil og sýning.

Eftirfarandi verkefni í boði – má gera eitt, tvö eða öll…

Risaeðla í réttri stærð á skólalóð.

„Skógarselfie“ af hópnum 

Eurovision: eitt atriði (syngja, dansa, …)

Planka upp á Krummaklettum 

Kennslumyndband: Zumba, vítaspyrna eða róla … ykkar er valið

 

Skila inn á padlet ….. hver hópur á sitt hólf

Fréttir í marsbyrjun

flightradar24

Hvað höfum við gert? ruv.is

Heiðar Logi kafar visir.is

Til hamingju Matthías Jens með árangurinn. TeygjóVerksmiðjan

Teygjó

Astronomy and Science World

Þriðja hvert starf mbl.is

Var ekki útdauð mbl.is

Verge Science   The silicon of the future   Is gallium nitride the silicon of the future?

Space X visir.is

BBC News The shopping mall where everything is recycled